News
You are here: Fréttir
28.04.2007 - Margæsir |
Í dag voru 9 margæsir í Grunnasundi á Búlandsnesi þegar ljósmyndara bar að garði. Ein margæsanna var með eitt hvítt merki á hvorum fæti og væri gaman að fá upplýsingar um hvort þetta er íslenskt merki eða erlent. Fuglarnir tóku sig svo til flugs og stefnu vestur á bóginn og hurfu sjónum ljósmyndara. AS
|