01.05.2007 - Fyrsta fuglaskoðunarhúsið risið |
Nú er lokið uppsetningu á fyrsta fuglaskoðunarhúsinu við vötnin á Búlandsnesi. Frá húsinu er hægt að horfa yfir Fýluvoginn, Breiðavoginn, Nýjalónið og leirurnar við flugvöllinn. Á öllum þessum vötnum og leirum er mikið og fjölbreytt fuglalíf eins og kunnugt er. Fuglskoðunarhúsið verður einnig einskonar fuglamiðstöð þarna á svæðinu því fyrirhugað er að setja upp ýmsar upplýsingar um fuglalífið á svæðinu. Húsið sem er hið vandaðasta er 15 ferm. að stærð og er smíðað af völundarsmiðnum Víglundi sem er frá bænum Dæli í vestur Húnavatnssýslu. Víglundur kom með húsið í einingum og reisti það á tveimur dögum. Við sem stöndum að fuglaverkefninu birds.is á Djúpavogi erum að sjálfsögðu himinlifandi með húsið sem á án nokkurs vafa eftir að verða mjög vinsælt meðal áhugamanna um fuglaskoðun og ferðamanna á svæðinu almennt. Fuglaskoðunarverkefnið er einmitt til þess fallið að styrkja almennt ferðaþjónustuna á svæðinu ekki síst á jaðartímum ferðamannatímabilsins. AS
Flottasta fuglaskoðunarhús á landinu
Hér má sjá þrjá af fjórum gluggum sem hægt er að opna út
Fuglashopið mundað út um gluggann
Fuglaskoðunarhúsið séð frá Fýluvogi
Smiðirnir |