News
08.03.2009 - Skutulönd í Djúpavogshöfn
 

Í gær sást til skutulandar hér í Djúpavogshöfn, en það var fuglaskoðarinn Björn Arnarsson frá Höfn rak augun í fuglinn.
Skutulendur eru fáséðar hér á landi en vonandi að þessi önd staldri aðeins við hjá okkur. Ekki náðist mynd af fuglinum í gær en hér má sjá mynd sem Brynjúlfur Brynjólfsson tók 2004 af þessari fallegu  fuglategund.