News
You are here: Fréttir
23.03.2009 - Lóan er komin, brandendur og bjargkorpungur meldaður í Álftafirði |
Í dag var tilkynnt fyrsta heiðlóan á Djúpavogi en hún sást við íþróttavöllinn og var það Ásdís Þórðardóttir sem að sá fuglinn. Þá sá Eyjólfur Guðjónsson 8 brandendur fljúga hjá bænum Framnesi við Berufjörð í gær. Undir rökkrið í dag barst svo tilkynning um bjargkorpung í Álftafriði, en sá fugl hefur ekki sést hér um slóðir svo vitað sé þótt víðar væri leitað. AS
Bjargkorpungur
|