News
You are here: Fréttir
29.03.2009 - Dúfnalitbrigði |
Bjargdúfnastofninn sem er hér staðbundinn á Djúpavogi og í nágrenni ber með sér nokkur litbrigði á stundum þar sem sjá má stöku sinnum ólíkt litarhaft á fuglunum. Í dag mátti m.a. sjá eina dúfu hér í húsagarði sem var nánast alveg einlit með sínum blágráa lit, önnur kom svo við í garðinum sem var nánast alsvört. Læt þar að auki fylgja hér með tvær aðrar tegundir dúfna sem hafa rekið á fjörur mínar en eru ekki hluti bjargdúfnastofnsins hérna. AS
Einlita bjargdúfan blágrá
Orginal bjargdúfa Hvitt afbrigði bréfdúfa |