News
08.04.2009 - Lómur, toppönd, skúfönd,duggönd, hávellur, heiđagćsir, helsingjar og svartur svanur
 

Í dag meldaði hinn fuglaglöggi Sigurjón Stefánsson svartan svan í Álftafirði svo og stóra hópa af helsingja, grágæs og heiðagæs á túnum í Álftafirði svo og á Berunesi í Berufirði. Þá mátti sjá óvenju stóra hópa af toppönd á Breiðavogi á Búlandsnesi, þá mátti einnig sjá skúfendur, duggendur og hávellur á Fýluvogi.  Lómapar var sömuleiðis mætt á Nýjalón við hlið flugvallarins.  Það er því ljóst að vorið er sannarlega komið og má segja með sanni að fuglarnir streymi inn á landið þessa dagana. AS

 

 

 

 

 


Lómur


Helsingjar


Grágæsir í oddaflugi


Heiðagæsir


Toppandarsteggur


Hávella - karlfuglSkúfendur


Duggendur


Svartur svanur í Álftafirði