News
04.05.2009 - Blesgćs í Grunnasundi
 

Í dag rak Sigurjón Stefánsson fuglaskoðari augun í blesgæs í Grunnasundi þar sem hún var innan um hóp grágæsa og skrapp ljósmynari á svæðið og smellti nokkrum myndum af.  Blesgæsir eru fargestir á Íslandi. Þær koma við hér á vorin og haustin á leið til og frá varpstöðvunum á Vestur-Grænlandi. Á veturna halda þær til á Bretlandseyjum. Hingað koma fuglarnir síðast í apríl og fyrri hluta maí og eru stundum fram í júní. Á haustin byrja þeir að koma í lok ágúst og í september en fara af landinu í októberlok. Blesgæsir eru aðalega á Vesturlandi, Suðurlandsundirlendinu og með suðurströndinni. Blesgæsir halda til í úthaga og votlendi en einnig á túnum. Þar nærast þær aðallega á mýrargróðri og grasi. Stofninn er allstór eða um 30.000 fuglar samkvæmt talningum á Bretlandseyjum. Heimildir Íslandsvefurinn.  AS

 

 

 

 


Blesgæsin lengst til hægri og aðeins minni en grágæsirnar. Annars best að greina hana á hvítu rákinni
í goggrótinni.