News
You are here: Fréttir
07.05.2009 - Óðinshani, spói, merktur rauðbrystingur og fjallafinka |
Í dag meldaði Sigurjón Stefánsson fyrsta óðinshanann við flugvöllinn hér á Djúpavogi á þessu vori, þá sá hann einnig fyrsta spóann í dag. Í gær meldaði Sigurjón einnig merktan rauðbrysting í Grunnasundi og náði mynd til staðfestingar hér meðfylgjandi svo og náði hann líka mynd af fjallafinku í húsagarði hér á Djúpavogi í gær.
|