News
07.05.2009 - Ë­inshani, spˇi, merktur rau­brystingur og fjallafinka
 

Í dag meldaði Sigurjón Stefánsson fyrsta óðinshanann við flugvöllinn hér á Djúpavogi á þessu vori, þá sá hann einnig fyrsta spóann í dag.  Í gær meldaði Sigurjón einnig merktan rauðbrysting í Grunnasundi og náði mynd til staðfestingar hér meðfylgjandi svo og náði hann líka mynd af fjallafinku í húsagarði hér á Djúpavogi í gær.
Enn er beðið eftir upplýsingum um hinn merkta rauðbrysting en merkin voru eftirfarandi.  Vinstri fótur, hvítt efst svo gult og rautt flagg neðst. Hægri fótur, álmerki efst ofan við lið, svo rautt og neðst hvítt. sjá á mynd.  AS

 

 

 

 

 

 


Merktur rauðbrystingur, mynd Sigurjón Stefánsson


Fjallafinka mynd Sigurjón Stefánsson