News
You are here: Fréttir
09.05.2009 - Gríðarstórir hópar af rauðbrystingi |
Þessa dagana flæða rauðbrystingar hér inn yfir landið í meira mæli en sést hefur í seinni tíð. Í dag sá ljósmyndari fuglafrétta á Djúpavogi nokkra tugi rauðbrystinga saman við flugvöllinn og tók nokkrar myndir af því tilefni, en stærstu hópana sá Sigurjón Stefánsson í dag við Hofsárósa en þar taldi Sigurjón fljótt á litið allt að 2000 fugla samankomna í norðanrokinu og var hópurinn sem teppi yfir að líta svo þéttur var hann. Rauðbrystingar eru viðkomufuglar hér á landi á leið sinni til Grænlands. AS
|