![](thumb.php?file=547/gardsongvari__large_.jpg&w=250&h=250) Ljósmyndasýning í Skaftafellsstofu og fyrirlestur um fuglana í garðinum.
Laugardaginn 23. maí verður opnuð ljósmyndasýning í Skaftafellsstofu á vegum Fuglaverndar með fjölbreyttum og einstaklega fallegum ljósmyndum af íslenskum fuglum eftir fjölda fuglaljósmyndara. Einar Ó Þorleifsson mun fylgja sýningunni úr hlaði með fyrirlestri um fuglana í garðinum kl. 14. sama dag. Sýningin stendur til 30. júní. Opnunartími Skaftafellsstofu í maí er frá 10 – 16, frá 1. til 15. júní frá 9 – 19 og frá 16. júní til 20. ágúst verður opið frá 8 – 21. Allir velkomnir.
Ljósmyndarar sem taka þátt í sýningunni eru:
Björn Arnarson Einar Guðmann Gyða Henningsdóttir Hrafn Óskarsson Jakob Sigurðsson Óskar Andri Rán Magnúsdóttir Skúli Gunnarsson Sigurður Ægisson Sindri Skúlason Þórir Níels Kjartansson |