News
You are here: Fréttir
22.05.2009 - Ţéttur hópur af rauđbrysting |
Þann 9 maí síðastliðinn var Sigurjón Stefánsson hinn sívökuli fuglaskoðari á ferð um Hofsárósa í Álftafirði í stífum norðanvindi, sá hann þá mikinn og þéttan flekk framundan sér sem bærðist í vindinum. Kom þá í ljós að þar var mikill hópur rauðbrystinga á ferð og má segja að þéttleikinn hafi verið ótrúlegur, enda má sjá á myndum sem Sigurjón náði að þessu tilefni, hvernig hópurinn stígur til himins eins og strókur. AS
|