News
16.06.2009 - Hreiður brandandar
 

Í dag fór ljósmyndari vefsins í heimsókn að bænum Bragðavöllum í Hamarsfirði og kíkti þar á hreiður brandandarpars en segja má að hreiðrið hafi verið á heldur óvenjulegum stað þar sem það var undir grindum í fjárhúsinu þar við bæinn.  Brandendurnar skríða þar inn undir dyr sem eru á húsinu og liggja þar á hreiðrinu í kolsvarta myrkri.  Sjá meðfylgjandi myndir af hreiðurstæðinu með 10 eggjum í en Ragnar bóndi á bænum lóðsaði ljósmyndara að hreiðrinu. AS 

 

 

 

 

 

 
Hreiðrið er þar sem guli punkturinn er

 


10 egg í brandandarhreiðrinu