News
18.09.2009 - Margæsir í Eyfreyjunesvík
 

Í gær mátti sjá 24 margæsir við fjöruborðið í Eyfreyjunesvík sem er falleg vík við sunnanverðan Berufjörð.
Fyrstu margæsirnar koma til landsins fyrri hluta apríl og fjölgar þeim ört uns hámarki er náð um miðjan maí. Síðustu viku maí mánaðar halda þær svo áfram áleiðis til varpstöðvanna m.a. á Grænlandi.

Á haustin fara margæsirnar aftur um Ísland á tímabilinu frá byrjun september til byrjunar nóvember á leið sinni til Írlands..  Margæsir stoppa oft við í fjörum gæða sér á ýmsum þarategundum sem er nú kannski ekki hefðbundinn fæða fugla. En hér má sjá myndir af hópnum í Eyfreyjunesvíkinni í gær.  AS

 

 

 

Margæsir í Eyfreyjunesvík 17 sept 2009