Til fróðleiks er hér birt gömul DV. grein frá 1989 um fuglarannsóknir í Papey, sótt á tímarit.is.
Leiðangursmenn sóttir i Papey, bretar rannsaka svölur í Papey efni tekið saman af Sigurði Ægissyni fyrir DV Djúpavogi árið 1989:
Í byrjun ágúst vora hér á ferðinni nokkrir breskir fuglafræðingar er hugðust rannsaka hvort svölumar íslensku, þ.e.a.s. stomsvala og sjósvala, verptu í Papey. Þessir fuglar eru eingögnu á ferli að næturþeli en halda sig í holum sinum á daginn. Bretarnir voru að koma úr Ingólfshöfða eftir að hafa verið þar við rannsóknir og merkingar á áðurnefndum svölutegundum. Þeir voru ekki að leggja i Papeyjarferð í fyrsta sinn því árið 1985 höfðu þeir gist þar og náð örfáum svölum í net og merkt. En nú vildu þeir sannreyna hvort fugiar þessir væru þar að staðaldri. Höfðu þeir með sér kallhljóð svalanna á segulbandi og spiluðu þau út í myrkrið en höfðu áður sett upp sérstök net, kölluð mistnet eöa slæðunet, við tækið. Er skemmst frá því að segja að þeir gistu í eyjunni tvær nætur og náðu þar 19 stormsvölum og 1 sjósvölu. Ein stormsvalanna var með breskt hringmerki á fæti sem hlýtur að teljast ákaflega merkilegt. Þá voru sumir fuglanna með svokallaðan varpblett sem bendir eindregið til að þeir hafi verið með unga í hreiðri en þessir fuglar grafa sér holur eins og lundinn og skrofan. Það má því telja næsta víst að svölutegundirnar tvær séu varpfuglar í Papey en hvort svo hefur alltaf verið er ógerningur að segja til um e.t.v. eru þær nýlegir landnemar sem flúið hafa úr fyrri heimkynnum því að fuglafræðingarnir sem hafa verið með þetta rannsóknarverkefni í um 10 ár, höfðu það á orði aö tegundunum hefði fækkað mikið í ingólfshöfða. AS |