News
21.09.2009 - Furðu-fiðrildi
 

Í morgun þegar skólastjóri var úti ásamt nemendum 8.-10. bekkjar sáum við stórt fiðrildi flögra við skólann.  Við eltum það dágóða stund þar til það kom sér makindalega fyrir á einum vegg skólahúsnæðisins.  Skólastjórinn spretti úr spori og dreif sig inn til að sækja myndavél.  Þegar hann kom út aftur, skömmu síðar, var fiðrildið enn á sínum stað.  Þegar hann læddist nær til að ná mynd, þá breiddi fiðrildið út vængina og flögraði af stað aftur.  Við héldum í humátt á eftir því og náðum að fylgja því eftir á skólalóðinni.  Við vorum svo heppin að það kom auga á undurfagran fífil í blóma og settist á það til að gæða sér á gómsætu hunangi blómsins.  Þar náðist þessi fína mynd.  Þeir sem vita hvað þetta fiðrildi heitir, eru vinsamlegast beðnir um að senda okkur línu á dora@djupivogur.is  HDH