News
18.10.2009 - Fuglarnir í garðinum
 

Nú er sá tími að fara í hönd að smáfuglarnir sækja í húsagarða í þéttbýlinu í leit að æti. Viðeigandi er því fyrir íbúa og að setja út ýmisskonar mat til handa fuglunum út í garðinn nú þegar kuldinn sækir á og vetur konungur gengur í garð.
Það er ýmislegt sem fuglarnir borða og hægt að setja margskonar matarafganga út í garðinn til handa fuglunum m.a. brauðafganga, fitu og ávexti ýmiskonar og margt fl.
Mikið hefur verið um smáfugla í görðum á Djúpavogi að undanförnu.  Má þar nefna auðnutittlinga, skógarþresti, svartþresti, gráþresti. Þá hafa glóbrystingar einnig verið á ferðinni.  AS