News
22.10.2009 - Kjarnbítur við bæinn Ask
 

Í gær sá heimilisfólk að bænum Aski flækingsfugl sem ber það fallega nafn, kjarnbítur.
Bærinn Askur stendur í útjaðri Skógræktar Djúpavogs og við bæinn er einkar fjölskrúðugur og fallegur garður sem hefur lokkað margan flækingsfuglinn að á liðnum árum.  Skúli Benediktsson náði staðfestingarmyndum af fuglinum sjá hér en erfitt var að ná góðum myndum þar sem fuglinn er kvikur og svo var tekið að halla af degi.  Birti því einnig aðra mynd sem er í eigu Björns Arnarssonar á Höfn.  AS

 

 

 

 

 


Kjarnbítur / ljósm. Björn Arnarsson Höfn


Kjarnbítur.  Ljósm. Skúli B.


Kjarnbítur.  Ljósmynd Skúli B.