News
23.10.2009 - Birds.is verkefnið vekur athygli
 

Það er gaman að segja frá því að Birds.is verkefnið vekur víða athygli. Nýlega var fulltrúa verkefnisins boðið að koma á Umhverfisþing, sem haldið var á vegum Umhverfisráðuneytisins, og flytja kynningu á verkefninu. Þar fékk verkefnið mikil og jákvæð viðbrögð og sveitarfélaginu hrósað fyrir að stuðla að umhverfisvænni ferðaþjónustu.

Í dag birtist svo umfjöllun um fuglaskoðunarverkefnið Birds.is í nýjasta blaði Bændablaðsins en þá frétt má sjá með því að smella hér

Það er mikilvægt fyrir verkefni sem þetta á fá slík tækifæri til þess að vekja athygli birds.is verkefninu og einnig skapar þetta sveitarfélaginu jákvæða ímynd.

BR