News
10.12.2009 - Skarfur langt upp á landi
 

Ekki er það nú oft sem sjá má skarfa langt inn á landi, en þeir halda sig sem kunnugt er ævinlega fast við sjávarsíðuna, úti á skerjum eða á annesjum, nálægt ætinu.  Í gær og dag hefur hinsvegar dílaskarfur haldið sig á lítilli tjörn við innkeyrslu í bæinn á Djúpavogi.  Fjarlægð frá sjó er ríflega 1 km.  Skarfur þessi er reyndar eitthvað reittur en þó býsna sprækur þegar hann vill svo við hafa.  Ljósmyndari smellti af honum nokkrar myndir í dag sem sjá má hér meðfylgjandi.  AS