Mikið líf er þessa dagana hér við fjöruborðið kringum Djúpavog m.a. er mikið af skarfi, himbrimum, hávellum, toppöndum, straumöndum, stokköndum, svo eru auðvitað æðarfuglar í stórum hópum og þá eru sendlingarnir dansandi fram og aftur í fjörunni. Í dag mátti m.a. sjá mikinn fjölda af dílaskarfi viðra fjaðrirnar milli regnskúranna sem gengu með jöfnu millibili yfir svæðið. Oft má sjá skarfana viðra sig á klettastöpum við Æðarstein sem er tangi norður austur úr Gleðivík innri og þar er einmitt mynd dagsins hér tekinn í dag. Þá má einnig sjá hér vídeomyndbrot tekið á sama stað í dag. Dílaskarfur.mpg
AS
|