News
27.01.2010 - Hreindýr í Hálsaskógi
 

Undanfarna daga hefur hópur hreindýra haldið sig innan girðngar í Hálsaskógi sem er auðvitað ekki vel séð þar sem að dýrin geta verið hinir mestu skaðvaldar gagnvart ýmsum trjáplöntum.  Ljóst er að hreindýrin sem voru alls 26 að tölu höfðu á þeim dögum sem þau dvöldu innan girðingarinnar valdið töluverðu tjóni a.m.k. á nokkuð stálpuðum birkihríslum svo og hafa dýrin traðkað svæðið töluvert út og tætt upp m.a. mosa og annan fallegan lággróður. 

Í dag fór ljósmyndari á svæðið og skoðaði vegsumerki og kom þá jafnframt styggð að hópnum og eftir að bílflauta hafði verið þeytt um stund, stukku dýrin öll út úr girðingunni fyrir utan þrjú dýr sem eftir urðu, en þau fara nú væntanlega á eftir hópnum fljótlega.  Hér má sjá nokkrar myndir og eitt myndskeið með líka sem tekið var í þessari hreindýraeftirlitsferð í Hálsaskóg í dag. Ekki verður hjá því litið að þessir skaðvaldar eru hinar fallegustu skepnur. AS

Sjá myndskeið:  http://www.youtube.com/watch?v=B-F_M0Vpwx4