27.01.2010 - Hreindýr í Hálsaskógi |
Undanfarna daga hefur hópur hreindýra haldið sig innan girðngar í Hálsaskógi sem er auðvitað ekki vel séð þar sem að dýrin geta verið hinir mestu skaðvaldar gagnvart ýmsum trjáplöntum. Ljóst er að hreindýrin sem voru alls 26 að tölu höfðu á þeim dögum sem þau dvöldu innan girðingarinnar valdið töluverðu tjóni a.m.k. á nokkuð stálpuðum birkihríslum svo og hafa dýrin traðkað svæðið töluvert út og tætt upp m.a. mosa og annan fallegan lággróður. Sjá myndskeið: http://www.youtube.com/watch?v=B-F_M0Vpwx4
|