News
10.04.2010 - Lómurinn og fleiri fuglar mættir
 

Nú hefur einkennisfuglinn okkar mætt á svæðið þ.e. lómurinn en fyrsta parið var mætt á Fýluvoginn í morgun.
Hettumáfurinn var sömuleiðis komin á svæðið, rauðhöfðar í nokkru magni, auk þess sem álftir, gargendur, stokkendur, toppendur, urtendur, hávellur og fleiri fallegir fuglar lífga upp á vatnasvæðið okkar hér í nágrenni Djúpavogs. 
Fylgst verður náið með komum fleiri fugla á næstunni og verða þeir meldaðir hér inn á heimasíðuna okkar jöfnum höndum eftir því sem þeir mæta á svæðið, AS