News
You are here: Fréttir
11.04.2010 - Brandöndin og flórgoðin mætt |
Í gærkvöldi var brandöndin mætt og mátti sjá tvö pör þar á svæðinu í dag. Þá var flórgoðinn sömuleiðs mættur á Fýluvoginn 2 stk þar og síðan var stakur flórgoði á Bóndavörðuvatni, en þar var sömuleiðis mikið líf í dag, rauðhöfðar í miklu magni, stokkendur, toppendur og síðast en ekki síst eitt lómapar til viðbótar við það sem nú syndir um Fýluvoginn. Það er því orðið mikið fuglalíf á svæðinu og í kvöld héldu grágæsirnar áfram að búnkast inn yfir landið. AS
|