News
26.04.2010 - Fuglaskođunarferđ
 

Fuglaskoðun á vegum birds.is
Á síðasta laugardag var farið í fuglaskoðun á vegum birds.is en fuglaskoðunarferð að vori hefur verið árviss viðburður síðustu árin.  Fámennur en góðmennur hópur fór út að vötnunum, út á sanda og meðfram sjónum og á tveimur tímum náðist að sjá 27 fuglategundir.  Það sem stóð upp úr var að Skeiðandarpar sást á Fýluvogi í fyrsta sinn á þessu vori og greinilegt er að fuglum á svæðinu er smátt og smátt að fjölga.  Ekki var þó mikið að sjá af þeim vaðfuglum sem venjulega eru á svæðinu en ef til vill gerir frostið síðustu daga það að verkum að þeir hafa fært sig úr stað í leit að æti.  Mikið sást af skúföndum, rauðhöfðaöndum og urtöndum auk þess sem meira virðist vera af gæs á svæðinu en áður.  Þá var ánægjulegt að komast í návígi við Straumendur og Hávellur.