News
28.04.2010 - Leiðrétting bókfinka á Fossárdal
 

Björn Arnarsson benti heimasíðunni á að ranglega hafði verið fært inn nafn á fugli í frétt þessari sem við birtum fyrir nokkrum dögum og breytum við því hér með fjallafinkunni í bókfinku sem réttara er.  En bókfinka þessi hefur haldið sig til við bæinn í Fossárdal, sjá hér myndir sem Guðný Gréta Eyþórsdóttir sendi heimasíðunni og þökkum við henni hér með fyrir þessa góðu sendingu. Sömuleiðis þökkum við Birni fyrir vökult auga. AS