News
You are here: Fréttir
04.05.2010 - Grágćsarvarp hafiđ á fullu |
Í gær tilkynnti Sigurjón Stefánsson nokkur grágæsahreiður út í svokölluðu Gunnasundi á Búlandsnesi en egg voru allt upp í 8 í hreiðri þannig að grágæsin byrjar varpið af miklum krafti. Gæsin verpir innan um melgresi þarna á svæðinu og hefur varp stóraukist á síðustu árum þarna við sundið lífríka. Sigurjón gekk sömuleiðis fram á branduglu bæði í gær og í dag en hún flaug upp úr melgresisþúfu og skildi eftir sig ælu á staðnum eins og henni er tamt. AS
|