05.03.2007 - “Fuglarnar í garðinum okkar” |
Fyrirlestur: Einar Ó Þorleifsson náttúrufræðingur. Hótel Framtíð miðvikudaginn 7 mars kl 20:15. Þetta er mynda- og glærusýning. Sýndar verða myndir af fjölda fugla og mörgu því sem tengist fuglagarðinum; fuglahúsum, fuglafóðrurum og fóðurbrettum. Einar mun fjalla um fuglana í garðinum, miðla af áralangri reynslu sinni af fuglafóðrun, gerð fuglahúsa, fóðurbretta og fuglabaða. Hann fjallar einnig um helstu fuglategundir sem er að vænta í góðum fuglagarði og hvernig er hægt að laða fugla að garðinum með vali og gróðursetningu á fuglavænum trjám og runnum sem skapa skjól og hreiðurstaði eða fæðu handa fuglunum. Miklar breytingar hafa orðið á fuglafánu landsins á undanförnum áratugum vegna aukinnar ræktunar og verður getið um nýja landnema og tegundir sem líklegt er að muni setjast hér að á komandi árum. Nánari upplýsingar veitir Einar Ó Þorleifsson í síma 562 0477 Netfang: einar@fuglavernd.is
|