News
19.05.2010 - Merkt tildra og hrafninn komin með unga
 

Í gær meldaði Sigurjón Stefánsson merkta tildru í fjörunni neðan við Hótel Framtíð sem sagt við voginn djúpa.
Um er að ræða eitt álmerki á hægra færi neðan við lið og væri nú gaman að fá upplýsingar um hvar þessi fugl gæti verið merktur. Sjá annars hér myndir af fuglinum.  Þá tilkynnti Sigurjón sömuleiðis í dag að hrafninn væri komin með unga og líklega nokkrir dagar síðan.  Laupur þessi með ungunum fjórum er í austanverðu hrauni hér út á Búlandsnesi í svokölluðum Loftskjólum. AS