News
You are here: Fréttir
03.04.2011 - Fuglaskoðun í dag í Djúpavogshreppi |
Í dag fóru Albert Jensson og Andrés Skúlason í fuglskoðunarferð frá Djúpavogi suður á Hvalneslón þar sem var snúið við. Við botn Hamarfjarðar voru um hundrað rauðhöfðar og þar innan um tveir gargandarsteggir, þá voru hettumáfarnir þarna sveimandi um svæðið. Við leirurnar í Álftafirði neðan Starmýrarbæja var sömuleiðis töluvert líf, endur, álftir og fl. algengir. Út af Þvottárskrifðum mátti svo sjá mikla fleka af æðarfugli og þar innan um mátti sömuleiðis sjá níu hrafnsandarsteggi og eina kollu með þeim. Á Hvalneslóninu mátti svo sjá þúsundir álfta og innan um nokkrar algengar andartegundir m.a. stóra hópa af rauðhöfða. Á leiðinni mátti svo einnig sjá nokkra hreindýrahópa. AS
g Gargandarsteggur
Hrafnsendur
|