News
You are here: Fréttir
24.04.2011 - Lífið á leirunum - Álftafjörður |
Gríðarlega mikið og fjölbreytt fuglalíf er í Álftafirði eins og áður hefur komið fram, þar er þó lífríkið sýnu mest á leirunum sem sjá má vel yfir frá þjóðveginum við botn fjarðarins. Álftafjörðurinn er mjög grunnur og því koma leirurnar vel upp þegar fjarar út þannig að svæðið er sannarlega kjörlendi fugla sem gogga upp lirfur og fl. Meðfylgjadi myndir eru teknar á leirunum fyrir fjórum dögum og má vel sjá hve gríðarlegur fjöldi fugla sópast þarna að svæðinu, en jaðrakan er þarna í miklum meirihluta ásamt minni vaðfuglum, lóuþræl, sandlóu, stelkum og fl og fl. AS
|