News
You are here: Fréttir
14.07.2011 - Toppskarfar í Papey með unga |
Í dag sendi Stefán Guðmundsson hafnarvörður á Djúpavogi heimsíðunni fágætar myndir af toppskarfi sem heldur til í Papey og ekki nóg með það heldur náði hann myndum af skarfinum á hreiðri með tvo unga sér við hlið. Á síðasta ári var staðfest að toppskarfur hefði sést í eyjunni á hreiðri en nú hafa þar sést tvö hreiður. Toppskarfar eru fáséðir hér austur á fjörðum en þeir halda sig að mestu við Breiðafjörð. Má með sanni segja að hér sé um kærkomna viðbót að ræða við hið fjölskrúðuga fuglalíf á svæðinu og er vonandi að toppskarfurinn sé komin til að vera í Papey. Heimasíðan þakkar hér með Stefáni kærlega fyrir myndirnar. AS
|