News
16.11.2011 - Branduglur og eyruglur á ferđinni
 

Óvenjulega mikið hefur verið um uglur hér á Djúpavogi að undanförnu og hefur mátt sjá bæði brand- og eyruglur.
Um helgina mátti m.a. sjá 4 branduglur, liklega fjölskylda á ferðinni fljúga fram og aftur milli húsagarða í bænum og voru þær mest áberandi í görðum við götuna Hamra.  Þá kom húsfreyjan á Bragðavöllum Þórunnborg færandi hendi með eyruglu í dag sem hafði flogið á rúðu á bænum og lá dauð við útidyrnar í morgun.  AS