News
29.05.2007 - Litamerkt sanderla
 

Í dag sást litamerkt sandlerla í fjöru við svokallaða Hvaley á Búlandsnesi. Það var Jóhann Óli Hilmarsson sem rak augun fyrst í fuglinn en hann var þar á ferð ásamt undirrituðum og Alberti Jenssyni. Sanderlan var þar í hóp fleiri sanderla. Hér á meðfylgjandi myndum má sjá sanderluna sem er með tvö rauða plasthringi á hægri fæti og a.m.k. tvo gula á þeirri vinstri. Á efsta/efri gula hringnum er einskonar flipi eða flagg. Forvitnilegt verður að vita hvar þessi sanderla er merkt.

Þetta er í annað sinn sem að litamerkt sanderla sést hér á Djúpavogi frá árinu 2005 eins og sjá má á frétt hér neðst í sem tekin er af vef fuglaáhugamanna á Hornafirði. AS

 

 

 

 

 

 

Eldri frétt á vef fuglaáhugamanna á Hornafirði

01.06.2005
Litmerkt sanderla á Djúpavogi


Fuglamerkingar hafa margvíslegan tilgang , m.a. að fylgjast með farleiðum, varpheimkynnum, vetrastöðvum og aldri svo það helsta sé nefnt. Hluti merktra fugla bera svo kölluð litmerki en það eru lithringir sem settir eru á fætur fuglana (sjá mynd af sanderlu hér að ofan), með þessu er hægt að greina hvern einstakling fyrir sig og fylgja þeim þannig eftir. Töluvert hefur verið litmerkt af vaðfuglum en hér á landi verðum við mest vör við litmerkta jaðrakana þó á seinni árum hafi verið nokkuð átak með að litmerkja fleiri tegundir íslenskara fugla auk fugla sem fara hér um á leið á varpstöðvar í Grænlandi og Kanada.

Sanderlan hér að ofan sást og var mynduð á Djúpavogi 29. maí s.l. af Andrési Skúlasyni, hún var í hópi um 30 fugla. Þessi einstaklingur var merktur á Wash á Suðaustur Englandi árið 1994 og svo náðist hann aftur árið 2004 og voru þá litahringirnir settir á fuglinn og síðan þá hefur verið hægt að fylgjast með honum, en hann hefur haft vetursetu á svipuðum slóðum og hann var merktur á. Lengi vel töldu bretar að sanderlur sem hefðu vetursetu á Bretlandi væru af Síberískum uppruna vegna tveggja fugla sem náðust þar. Árið 1985 var lesið af mörgum litmerktum sanderlum í Sandgerði sem merktar vour á Norður-Englandi. Og nú hefur staðfests að fuglar sem merktir eru á Suðaustur-Englandi fara líka til Grænlands/Kanada.

Hér má sjá feril fuglsins, fuglinn var merktur með stálhring 27. febrúar 1994, lesið var af fuglinu, ´94, ´02, ´04 og svo 17. október 2004 var hann svo litmerktur og hefur all oft verið lesið á litmerkin síðan á Englandi.

27-Feb-94 Old Hunstanton Ringed 9-Oct-94 Heacham Controlled 3-Feb-02 Heacham Controlled
30-Aug-04 Snettisham Controlled 17-Oct-04 Heacham far north beach Colour ringed
30-Oct-04 Heacham far north beach 1-Nov-04 Heacham far north beach 12-Nov-04 Titchwell
13-Nov-04 Titchwell 20-Nov-04 Titchwell 22-Nov-04 Titchwell
23-Nov-04 Titchwell 28-Nov-04 Old Hunstanton 4-Dec-04 Ferrier Sand
5-Dec-04 Ferrier Sand 13-Dec-04 Snettisham SC 14-Dec-04 Snettisham SC
15-Dec-04 Heacham far north beach 23-Dec-04 Titchwell 27-Dec-04 Snettisham SC
28-Dec-04 Snettisham SC 30-Dec-04 Snettisham SC 31-Dec-04 Snettisham SC
31-Dec-04 Ferrier Sand 11-Jan-05 Snettisham SC 22-Jan-05 Heacham far north beach
13-Feb-05 Old Hunstanton 17-Feb-05 Thornham 18-Feb-05 Titchwell
18-Feb-05 Thornham 27-Feb-05 Old Hunstanton 28-Feb-05 Holme
28-Feb-05 Old Hunstanton 13-Mar-05 Sunk Sand 19-Mar-05 Ferrier Sand
19-Mar-05 Ferrier Sand 19-Mar-05 Ferrier Sand 26-Mar-05 Old Hunstanton
28-Mar-05 Old Hunstanton 9-Apr-05 Old Hunstanton 16-Apr-05 Ferrier Sand
16-Apr-05 Seal Sand 17-Apr-05 Ferrier Sand 23-Apr-05 Ferrier Sand
1-May-05 Ferrier Sand 29-May-05 Djúpivogur, Iceland

Náttúrfræðistofnun Íslands tekur við öllum aflestrum af merktum fuglum