News
24.03.2013 - Fyrstu fuglarnir mćttir á vötnin á Búlandsnesi á ţessu ári
 

Þá eru fyrstu farfuglarnir farnir að láta sjá sig en í morgun mátti sjá flórgoða á Fýluvogi, einnig urtandarpar og svo duggandarkerlingu sem hefur reyndar haldið sig þar á svæðinu af og til í vetur. Þá voru einnig fjögur stokkandarpör á Fýluvoginum.  Á Breiðavogi voru fjórar álftir og sex stokkandarpör, eitt toppandarpar ásamt einni brandönd og aðra brandönd til mátti sjá út við Grunnasund en hér um slóðir hefur brandönd ekki sést svo snemma eins og nú. Eitt grágæsarpar var einnig út við Grunnasund og 29 hreindýr og var eitt af þeim eitthvað slasað að sjá.  AS