News
31.05.2007 - Blendingur skúfönd x duggönd
 

Þegar undirritaður var að flokka ljósmyndasafn sitt í gær komst hann að því að þar leyndust myndir sem hann hafði tekið þann 5 apríl og hafði gleymt að vitja betur.  Þegar betur var að gáð kom í ljós að fuglinn á myndunum er blendingur tveggja fugla sem hafa ruglað saman reitum, fuglinn er semsagt afkvæmi duggandar og skúfandar. Höfuðlagið er að mörgu leyti líkara duggandar en nefið og liturinn á bakinu eins og skúfandar. Engin skúfur er samt á fuglinum eins og skúfandarkallar státa af. Þá er grænn litur á vanga fuglsins sem er meira í ætt við duggönd, sjá hér á meðfylgjandi myndum.

Andrés Skúlason