News
07.06.2007 - Strandtittlingur í Papey
 
Einar Þorleifsson fuglaáhugamaður hefur undanfarna tvo daga ásamt fleirum verið í Papey í fuglaskoðun.  Það bar til tíðinda að Einar og félagar sáu og heyrðu í Strandtittilingspari og ef þetta par verpir í Papey mun það vera eina parið sem vitað er um að verpi hér á landi.  Strandtittlingar verptu um árabil í Ingólfshöfða en eru nú horfnir þaðan.  Einar og félagar sáu einnig Toppskarf í Papey en það er einnig sjaldgæf sjón.  Birds.is hefur ekki náð um myndir af Strandtittlingsparinu ennþá.