News
You are here: Fréttir
24.06.2007 - Stokkandarkerling í yfirstærð |
Í dag fékk undirritaður tilkynningu um sérkennilega stokkandarkerlingu inn á Fossárvík. Ljósmyndari fór að sjálfsögðu á staðinn og kom þá í ljós að stokkandarkollan var í mörgu frábrugðin því sem gerist og gengur m.a. var hún miklu stærri en steggurinn og þá var ekki hægt að sjá að í henni væri blár vængspegill eins og vant er um á stokkandarkollum. Nefið er auk þess öðruvísi. Nú er verið að kanna hvernig kolla þetta er, en flest bendir til að hér sé um aliönd að ræða en þó hefur það ekki verið staðfest. Sjá hér á meðfylgjandi myndum. AS Viðbót 25.júní. Nú hefur verið staðfest að hér er um aliönd að ræða.
|