News
07.07.2007 - Hettumáfur gleypir kríuunga
 

Þessi hettumáfur sem var við flugvöllinn í dag var heldur en ekki með stóran bita í gogginum en það var stálpaður kríuungi.
Hettumáfurinn gerði ítrekaðar tilraunir til að gleypa ungan í heilu lagi meðan krían steypti sér niður að honum til að reyna að bjarga unganum en allt kom fyrir ekki og hafði því hettumáfurinn betur. AS