News
13.07.2007 - Smyrilsungar
 

Ljósmyndari birds.is fór á stúfana fyrir nokkrum dögum til að kanna smyrilshreiður hér í nágrenni Djúpavogs.
Í hreiðrinu voru 6 ungar, sem voru reyndar eins og oft er mjög misjafnlega á sig komnir. Þrír unganna voru orðnir fleygir en hinir þrír hafa greinilega orðið undir í baráttunni um fæðuna sem að borin er í hreiðrið þar sem að þeir eru miklu mun minni og eiga langt í að verða fleygir eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. AS