News
01.08.2007 - Skúmurinn
 

Skúmurinn verður sífellt aðgangsharðari gagnvart hinum ýmsu varpfuglinum hér í nágrenni Djúpavogs og
hefur honum fjölgað nokkuð ört hér á svæðinu á liðnum árum. Skúmurinn verpur einnig hér á svæðinu svo og í Álftafirði í auknum mæli. Fyrr í sumar fundust m.a. skúmshreiður með eggjum í við Hofsá í Álftafirði. Þó má auðvitað alltaf deila um hve mikill skaðvaldur skúmurinn er og ætíð erfitt að meta hvenær honum sé ofaukið og hið sama má auðvitað segja um blessaðan kjóann.
AS