News
12.08.2007 - Flott fuglahræða
 

Fuglahræður hafa verið settar upp eins lengi og elstu menn muna og hafa þær oftar en ekki skilað hlutverki sínu með ágætum.
Það er þó misjafnlega lagt í hönnun á fuglahræðunum og því komst undirritaður sannarlega að í morgun þegar hann í morgunsárið heimsótti Eyjólf Guðjónsson fuglavin og æðarbónda að bænum Framnesi.
Á kletthól steinsnar sunnan bæjarins í hlaðinni fjárrétt, stóð semsagt einhver flottasta fuglahræða sem undirritaður hefur barið augum. AS