News
02.09.2007 - Himbrimi
 

Töluverður fjöldi himbrima heldur sig nú í Berufirði og úti við fjörur á Búlandsnesi. Oftar en ekki má t.d. sjá himbrima í Eyfreyjunesvíkinni sem er í sunnarverðum Berufirðinum fast við þjóðveginn. Hér á mynd má m.a. sjá himbrima á Eyfreyjunesvíkinni með kolablað sem að var skömmu síðar kokgleyptur. AS