News
You are here: Fréttir
31.01.2007 - Gráhegri |
Gráhegri sást í botni Berufjarðar í gær. Gráhegrar eru nokkuð algengir flækingar hér um slóðir en þó hafa ekki margir slíkir sést í vetur. Þeir flækingar sem koma hingað eru í flestum tilfellum ungfuglar og talið er að þeir komi hingað frá Noregi en þessi háfætti fugl er algengur í Evrópu og Asíu. |