News
You are here: Fréttir
05.05.2006 - Landsvala |
Þessi landsvala kíkti í heimsókn á bifreiðaverkstæði Bílherja á Djúpavogi um miðjan dag. Jóhann Hjaltason eigandi verkstæðisins, hjálpaði ljósmyndara að komast nær svölunni með því að lyfta honum upp með bílalyftunni, þar sem svalan hélt sig um tíma upp undir þakinu þar sem hún sat á rafmagnskapli. Svalan var dágóða stund á verkstæðinu þar til hún fann útgönguleið. AS |