News
15.10.2007 - Kríur
 

Það er ekki algengt að kríur sjáist á Íslandi þegar komið er fram í miðjan október en nokkrar kríur sáust á flögri í Berufirði í morgun.  Hefðbundinn brottfarartími kría frá Íslandi er frá miðjum ágúst fram í september en þær eru langförulastar allra farfugla sem verpa á Íslandi og yfir vetrartímann halda þær sig við Suður Afríku, í Suður-Íshafi við suðurskautslandið og allt austur til Ástralíu.