News
11.11.2007 - Meira um rjúpuna
 

Náttúrufræðistofnun hvetur rjúpnaskyttur til að klippa annan vænginn af rjúpum sem þeir veiða og senda stofnuninni. Af vængjunum má ráða hvort um er að ræða fugl á fyrsta ári eða eldri fugl. Fuglum af sama veiðisvæði eða úr sömu sveit þarf að halda saman í poka þannig að hægt sé að sundurgreina sýnin eftir landshlutum.

Niðurstöður eru birtar jafnóðum hér á vef NÍ en þær verða meðal annars notaðar við mat á stofnstærð rjúpunnar í landinu.

Fyrstu niðurstöður frá veiðitíma 2007: Samtals er búið að aldursgreina 278 fugla og eru allir af Norðausturlandi. Hlutfall ungfugla af heildinni er 75%. Stefnt er að því að aldursgreina 400−500 fugla úr hverjum landshluta, þannig að mikið vantar enn uppá fullt sýni.

Vængina á að senda til:

Náttúrufræðistofnun Íslands
Pósthólf 5320
125 Reykjavík

Nánari upplýsingar er að finna á vef Náttúrufræðistofnunar, www.ni.is.