News
19.11.2007 - Brandugla
 

Í gær kom fallegur fugl hér í höfn á Djúpavogi með fiskiskipinu Sighvati GK, en þar var brandugla á ferð.
Skipverjar tóku fuglinn í fóstur á miðunum enda var hann nokkuð þrekaður þegar hann settist á þilfarið. Uglan er hinsvegar öll að hressast og er ætlunin að sleppa henni í skógrækt Djúpavogs síðar í dag, en þar eru kjöraðstæður fyrir hana.
Aðalfæða branduglu eru mýs og ætti fuglinn því að hafa nóg að bíta og brenna á næstunni þar sem að óvenjumikill músagangur hefur verið að undanförnu á svæðinu.
Undirritaður fór með ugluna inn í skógrækt Djúpavogs í gær þar sem hún var mynduð í bak og fyrir, sjá meðfylgjandi myndir. AS