News
07.12.2007 - Ísmáfur við Djúpavogshöfn
 

Undanfarna daga hefur verið svokallaður ísmáfur við höfnina hér á Djúpavogi. Ísmáfur eða ísmávur (fræðiheiti: Pagophila eburnea) er máfur sem verpir á íshafi Norður-Ameríku og Asíu en einnig á Íslandi og Grænlandi. Hér má sjá mynd af ísmáfnum í dag en reynt verður að ná betri mynd á næstu dögum ef fuglinn heldur sig hér á svæðinu. AS