News
26.12.2007 - Langvía og fálki
 

Í morgun rakst fréttamaður á langvíu sem lá hjálparvana út á söndum, eina 200 metra frá sjónum.  Ekki gat hún flogið en reyndi af veikum mætti að skríða til sjávar.  Í grenndinni var fálki sem beið eftir því að hremma hana og hnitaði hann hringi yfir bráð sinni en hætti sér þó ekki of nærri, vegna mannisins sem stóð hjá.  Það tók langvíuna nokkrar mínútur að skríða þennan spotta en fálkinn varð frá að hverfa vonsvikinn og svangur.  Þó verður líklega hægt að sjá fálkann á svæðinu við flugvöllinn næstu daga.