News
You are here: Fréttir
31.12.2007 - Lundi |
Það er ekki algengt á þessum tíma árs að rekast á lunda við Ísland. Við hjá birds.is rákumst þó á einn ungan lunda í morgun en hann hefur eitthvað villst af leið og á endanum látið lífið við Íslandsstrendur. Hann var þó greinilega nýlega dauður þar sem fiðrið var vel fast á honum og vargurinn hafði ekki komist í hann. Ef allt hefði verið með feldu ættu þeir lundar sem voru hér síðasta sumar að vera á hafi úti, í grennd við Bretlandseyjar og Írland.
|